Borga Bretum strax!

Það er alltaf verið að tala um að íslenska þjóðin eigi að endurgreiða Bretum og Hollendingum, sem í raun bjuggu til einhliða upphæð með því að endurgreiða sínum landsmönnum þær skaðabætur sem þeir álitu að ættu að koma frá Íslensku þjóðinni og senda svo okkur reikninginn.

Það var aldrei sest niður og ákveðið hve mikill skaðinn væri og hver væri greiðandinn, heldur ákváðu þessir Guðir Bretar og Hollendingar einhliða upphæð og kjör, og sendu svo íslensku þjóðinni reikning með þeim skilaboðum að annaðhvort borgi íslenska þjóðin eða hún verði útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu, sem virðist byggjast aðallega uppá NATÓ löndum.

Þessi gjörningur þeirra sýnir vel þann hroka og yfirgang sem einkennir utanríkistefnu Bresku stjórnarinnar. Þess vegna segjum við NEI, íslenska þjóðin er ekki þræll Breta né annarra NATÓ landa.

Sendi þeir reikninginn í innheimtu þá kemur fljótlega í ljós hver er greiðandinn, en auðvitað komu margir Bretar að þessum kjötpotti, þannig að sumt af reikningnum gæti lent á heimamönnum. Til dæmis er vert að skoða ráðgjafafyrirtækin Bresku sem fengu arð af öllum innlánum sem þeir gátu beint inná Icesave innlánareikninga frá Breskum bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum með meiru. Þessi ráðgjafafyrirtæki eru einnig ábyrg.

Er ekki komið nóg af þessu bulli, látum reyna á hver á raunverulega að greiða áður en íslenska þjóðin hleypur til og borgar allan brúsann.

Það á einnig að draga alla þá íslendinga til réttmætrar ábyrgðar, sem staðið hafa að Icesave og öðrum vafasömum og ólöglegum fjármálagjörningum á Íslandi og erlendis. Vonandi mun skýrslan góða leiða það allt saman í ljós. Þá væri súrt að hafa samþykkt að greiða brúsann fyrir þá aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband