3.2.2010 | 08:20
Gjaldþrot einstaklinga
Skemmtilegt að hlusta á varnarviðtal Jóhönnu Sig. í Kastljósi þ. 2. feb.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472118/2010/02/02/0/
Ekkert var minnst á að þegar einstaklingar eru teknir í gjaldþrotameðferð þá losna einstaklingurinn ekki við skuldirnar sem snúa að ríkissjóði, svo sem skatta og opinber gjöld.
Þetta gerir það að verkum að hægt er að keyra einstakling í gjaldþrot árlega! Gjaldþrota einstaklingur getur ekki rétt hlut sinn ef gjaldþrotið er ekki gjaldþrot heldur verið að snúa hnífnum í sárinu og leggja drög að því að halda einstaklingnum niðri og auka þrýsting á að þessi einstaklingur flytji af landi brott.
Í Bretlandi td. þegar einstaklingur verður gjaldþrota þá er stofnuð ný einstaklingsmappa hjá ríkinu og byrjar þá einstaklingurinn með hreinan skjöld. Í Danmörku þá er til fleiri möguleikar eins og gældsanering eða gjaldahreinsun sem tekur 3 ár, án þess að menn séu gerðir gjaldþrota. En á íslandi skal níðast á þeim sem liggja lengst niðri eins og stjórnvöldum er von og vísa.
Það má svo benda á að einstaklingurinn er bara gjaldþrota á íslandi, flytji einstaklingurinn til útlanda þá er hann ekki lengur gjaldþrota þar og getur byrjað að lifa lífinu aftur eins og venjuleg manneskja án svara listans og frýr af árásum sýslumanns.
Um bloggið
Njáll Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 771
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.