Lýðræðið er Úrelt í núverandi mynd, við viljum Íslenskt Lýðræði og ljósið úr Norðri

Vestrænar þjóðir búa nú orðið við úrelt stjórnarfyrirkomulag sem stjórnast að mestu leyti af eiginhagsmunum þeirra sem sitja í stjórnum frekar en almannahagsmunum, sem bera þó hitann og þungann af þeim ákvörðunum sem slíkar stjórnir taka í leit að atkvæðum og deila út "klór á baki" fyrir viðkiptatengls og aðra hagsmuni sem ekki endilega hugnast viðkomandi þjóð.

Lýðræðið í núverandi mynd er orðið ÚRELT og virkar ekki lengur fyrir íslensku þjóðina, sem vel kemur fram við "ekki lengur" væntanlega þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þetta á reyndar um allan hin vestræna heim og sáu sumir þetta fyrir löngu, eins og Nostri gamli segir; ljósið kemur úr Norðri

Allstaðar nú orðið eru stjórnarför lituð af hagsmunastjórnun fárra og í flestum tilfellum eru þessir aðilar skipaðir af hagsmunum tiltölulega voldugra afla, vinum, flokksbræðrum og viðskiptatengslum en ekki kjörnir á lýðræðislegan hátt.

Lýðræði var í byrjun hugsað sem almenn viðurkenning á tilhögun og réttindum þar sem almenningur kæmi að ákvörðunum. Það er of langt mál að fara útí alla þá galla sem koma fram á þessarri gömlu lýðræðishugsjón enda eru þeir augljósari með hverjum deginum og hefur Internetið hjálpað til að fletta ofan af ósómanum. Nægir að nefna Breta þar sem einn maður getur sett heila ríkisstjórn án samráðs við þjóðina. Á íslandi er það hópur fárra manna sem gerir hið sama, þú kýst flokk en hefur ekki hugmynd um hvað þú færð.

Með nýrri tækni hefur þó opnast gátt sem menn ættu að skoða. Nánast hvert einasta heimili í hinum vestræna heimi hefur yfir minnst einni tölvu að ráða, og nánast allir hafa aðgengi að Internetinu.

Kosningar eru ekki lengur vandamál í framkvæmd þegar talað er um að greiða atkvæði og telja. Málið er framsetning og persónukosningar, frekar en einhliða áróður og flokkaheildir, það verður að taka á þessu og gelda þessa óráðsíu.

Við Íslendingar eigum að endurskoða Lýðræðið og útfæra á þann hátt að það aðlagist nútímanum, sérstaklega varðandi aðgengi og innihald. Það er kominn tími á annarskonar stjórnarmynstur, nýja útgáfu af Lýðræðinu, Íslenskt Lýðræði.

Dæmi:

Færa alþingi meira út til fólksins með tölvuaðgengi þjóðarinnar að ákvörðunartökum þess.

  • Þar sem þjóðin gæti á einni svipstundu haft áhrif og kosið um ýmsar meirháttar og stærri ákvarðanir
  • Þar sem kosið er um einstaklinga til stjórnar frekar en flokka
  • Þar sem pólitískir flokkar væru ekki kynntir á þingi í núverandi mynd, enda hagsmunasamtök fárra
  • Þar sem komið væri á "Think Tank" eldri en 60 með reynslunýtingu í huga, nokkurskonar átak í að auka störf og starfslengd eldri borgara, sem er eitt aðalvandamálið í hinum vestræna heimi, öldrun þjóða kemur td. Dönum í koll umkring 2040

Ég nefni hér bara fáein dæmi en látið ljósið skína úr Norðri....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 541

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband