25.3.2010 | 10:31
Fjölskylduhjálpin í neyð!
Við íslendingar verðum að hjálpa þeim sem ekki hafa mat, hvort sem þeir eru Íslendingar eða ekki, svo lengi sem menn hafa búseturéttindi á Íslandi, þá erum við ábyrg fyrir þeim. Fjölskylduhjálpinni er þröngvað upp að vegg og er nú farin að hlutast til um hver sveltur. Það er ekki boðlegt hlutskipti hjálparstofnunar. Það sýnir að við Íslendingar í græðgisfullnægingu höfum brugðist grunn hlutverki okkar þjóðfélags að vernda þá sem eru minni máttar í þjóðfélaginu.
Fjölskylduhjálpin er komin upp að vegg og þarf að aflima fólk vegna skorts á gögnum. Hljómar eins og Haiti ekki satt. Betur má ef duga skal, það má ekki spyrjast út að við íslendingar mismunum fólki efti því hve duglegt það er að bjarga sér, fólk sem er af öðru bergi brotið og hefur verið tekið undir okkar væng, og er vant hremmingum sem slíkum, á ekki að þurfa að upplifa þær í skjóli Íslands. Stöndum nú saman og gefum Fjölskylduhjálpinni mat og klæði og sýnum stjórnvöldum fingurinn. Við sannir íslendingar getum ekki látið þetta ske.
Um bloggið
Njáll Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 771
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.