"Who Shot Argentina? The fingerprints on the smoking gun say IMF(AGS)

IMF og World bank vinna hönd i hönd og er World Bank í 51% eigu US Federal Reserve

Fyrirsögnin og tilvitnanir eru tekin úr bók Greg Palast rannsónarfréttaritara "The Best Democracy Money Can Buy" um föðurlandið Bandalag Norður Ameriku (US) og græðgi, lygar og plot um alheimsstjórnun og eignarhald á auðlindum eins og Vatni, dreifikerfum, Olíu og Orkuframleiðslu svo eitthvað sé nefnt.

Margir fá það óþvegið, en kaflinn um IMF er lesning sem ég held að sem flestir íslendingar ættu að rýna í.  Kaflinn um Eþíópíu er óþægilega nálægur okkur, og um Argentínu og Equador einnig.

Stíllinn er óformlegur, léttur og byggður á sönnunargögnum, enda margir til að ýta að Greg gögnum, sérstaklega eftir að fyrri prentun bókarinnar kom út, en hún er nú í endurútgefnu formi með viðbótarupplýsingum.

Spennandi lesning um Enron, Bush-Florida-forsetakosningar-fixið og orkumál Kaliforníu, einkavæðingu í breskum stíl á orkudreifingu sem leiddi til 1000% hækkun á heildsöluverði orkueininga svo eitthvað sé nefnt.

AGS fær góða yfirferð og er minnst á 4 stig AGS/World Bank
1. Einkavæðing (Seljum td. orkudreifingarkerfin erlendum aðilum)
2. Frjálst flæði peninga (Peningaflæði úr landi)
3. Frjáls samkeppni ræður verði (Orkuverð eftir að erlendir hafa eignast dreifikerfin)
4. Free trade (landbúnaður vs. Innflutningur)

Prof. Joseph Stiglitz Nobelsverðlaunahafi í economics (sept 01) og fyrrverandi Chief of Economics í World Bank og í forsæti Bill Clintons teimi af economic advicers, segir sínar farir ekki sléttar, enda var honum gert að víkja úr stöðu sinni í World Bank þegar hann fór að fá bakþanka, sérstaklega eftir EÞíópíu ævintýrið, en þar vildi AGS að landið setti inn á reikning í USA, alla þá erlendu aðstoð sem þeir fengu, fast á 4% vöxtum, en tækju lán frá AFG á hærri vöxtum, þannig að dæmið gat aldrei gengið upp.

Aðspurður hvað væri til ráða sagði hann, segja AGS af hypja sig. Botswana gerði það td.

Hann bætir við, Þetta er eins og á miðöldum, þegar sjúklingurinn deyr þá er það synd að þeir skyldu ekki hafa náð meira blóði áður en yfir lauk.

Ég tek það fram hérmeð að ég hef engra hagsmuna að gæta varðandi þetta mál, annað en að sjá að íslendingar komist út úr þessu máli heilskinnaðir. Semja um Icesave og taka lán hjá Norðmönnum, og hafna alfarið USA/AGS/World Bank/WTO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband