2.10.2011 | 06:48
Pilla sem kemur í veg fyrir drykkjulæti, það er þegar komin pilla við timburmönnum!
Athygglisverð þróun, Antibus ætti að duga, en þeir sem vilja drekka sig frá ráð og rænu geta nú fyrirbyggt hausverkinn með því að taka Supaliv áður en farið er á fyllirí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2011 | 06:45
GOOGLE ÝTT TIL HLIÐAR AF PANTROS SEMANTIC SEARCH ENGINE?
Það hlaut að koma að því að eitthvað nýtt kæmi fram á sjónarsviðið eftir að Google kom með sína leitarvél á síðustu öld. Hér er slóðin að YouTube um málið, mjög athygglisverð þróun sem kemur til með að breita því hvernig við leitum á netinu og vonandi verður til þess að við losnum við Google matreiðslu og fáum þær upplýsingar sem við vorum að leita að og sleppum við allar þessar auglýsingar og fyrifram greiddar úrlausnir.
http://www.youtube.com/watch?v=N2bUWWbe-u0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 13:00
ESB eða ekki ESB - EES eða ekki EES
Erum við Íslendingar ekki búnir að gleyma okkur í þessari áráttu að við verðum að vera með, annað hvort í EES eða ESB?
Ég sé ekki hagsmuni í að vera með yfirhöfuð, reyndar heldur ekki í NATO.
Erum við ekki sjálfstæð lýðræðisþjóð?
Ef það er sameiginlegur vilji til þess að gera viðskipti við EB þá semjum við um það mál við EB, við þurfum ekki að vera í EB til þess, hvað þá í EES. Gerum tvíhliða samninga og hættum þessu aðildarbulli, frýjum hendur okkar og verum frjáls eins og við eigum að vera.
Við þurfum ekki EES, EB eða NATO til að geta haft það gott.
Við þurfum heldur ekki loftvarnir, land og sjóher eða kónga fjölskyldu, það er kominn tími til þess að taka ullina frá augunum.
Lifum frjáls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður getur ekki annað en hugsað, hvað er í gangi, Oh-Bamas! frekar ótrúverðug yfirlýsing að Bandaríkjamenn hafi enn einu sinni drepið Osama Bin Laden
Maður hefur það á tilfinningunni að þarna hafi verið kjörið tækifæri til þess að slá botninn á Bin, once and for all, og svo eru það kosningar, gott að fá punkta. Bush vildi ekki tjá sig, var ánægður með að Bin var loksins dauður, en hann drap hann jú nánast sjálfur minnst einu sinni í sinni tíð, kannski þetta sé einhverskonar sport hjá þeim
Bandaríkin eru komnin með óverjandi fjárhagsstöðu, hagkerfið er hrunið, skuldir eru svo miklar að þeir geta ekki lengur bjargað sér út úr klípunni jafnvel þótt þeir ættu lífið að leysa.
HVAÐ getur svona stórveldi, nei Heimsveldi, gert í svona stöðu? Viðurkenna þjóðargjaldþrot? Nei það er ekki í stöðunni, enda færi heimurinn þá á hausinn og allt færi í kalda kol, Ísland líka.
Förum frekar í stríð!
Hér er góð lýsing á stöðunni
Það sem mig langar til að vita er af hverju Kanarnir eru að hippa upp sína þjóð í allsherjar útrás gegn Aröbum/múslimum, erum við að tala um langan aðdraganda að bardaga um auðlindir Jarðar?
Kínverjar, eins og flestir vita hafa þegar tryggt sér flest alla fágæta mála í Afríku og víðar. Kínverjar þurfa aukna orkugjafa og kaupmáttur Kínverja eykst gríðarlega hratt ár hvert, það þíðir að þeir munu í auknum mæli sækja inn á orkunýtingu svo sem Olíu og Gas.
Hugsum okkur að hver Kínversk fjölskylda eignist um síðir einn bíl og nú þegar mega þeir eiga fleiri börn.
Spurningin er hvar stendur þú, þegar þú krítiserar USA fyrir yfirgang og lygar um hluti eins og að drepa Osama oftar en einu sinni? Segjum að óróinn í Norðanverðri Afríku sé sviðsettur, CNN var að gera heimildarmynd í Túnis þegar allt fór úr böndunum. Ísraelar hafa sent út herkvaðningu allra þegna, um er að ræða 4 daga æfingu segja þeir, en eins og við vitum eru þeir mitt í súpunni
Ef USA ætlar að taka yfir auðlindirnar í Norður Afríku og Miðausturlöndum, þ.e.a.s taka yfir Arabalöndin, hvernig heldur þú að það gengi nú til? Augljóslega getum við (nú segi ég við af því að ég reikna með því að þú og ég viljum njóta afrakstursins) ekki látið Kína fá yfirráð yfir öllum auðlindum jarðar, Arabarnir segir þú, en þeir eru bara fyrir, þeir munu ekki vera það lengi úr þessu, hugsaðu Democratcy, enginn Araba Konungur eða Sheik lengur. Arabar eru ættbálkar með sína siði, þeim verður ekki stjórnað, ....
Svo hvernig förum við að þessu?
Við störtum WW3
Gerum allt vitlaust í miðausturlöndum, við horfumst í augu við það að Kína getur ekki horft uppá vestræna heiminn taka yfirráð yfir auðlindum jarðarinnar, þeir munu láta á sér kræla, .....ww3
Það verður dregin skörp lína milli Vesturs og Austurs, Vestrið mun eiga í stíði við Kínverja í Norður Afríku og Asíu um auðlindir jarðar, þar sem menn eru þegar búnir að koma af stað óróa, og Rússar munu að öllum líkindum slást í för með vestrinu.
Af hverju hefur ótakmörkuð innreið fólks frá löndum Múslima fengið að festa rætur í Evrópu? Ég tel það sé til að æsa upp fólk gegn þeim, þar sem við þegar vitum að Múslimir semja sig ekki auðveldlega að vestrænni hugsun og hegðun og stinga þar af leiðandi í augu og verða fyrir aðkasti og samfélagslegri einangrun. Spurningin er, er mælirinn nægjanlega fullur?
Nostradamus kemur í hugann, þótt ég trúi mátulega á svoleiðis, þá hafa margir spádómar ræst.
Lifum eins lengi og við getum .. skál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 07:52
Bretar skiptu olíuauðnum 5 mánuðum fyrir innrás í Írak!
Auðvitað voru Íslendingar (vinir Breta) með í innrásarbröltinu, hverju var okkur lofað ef við dönsuðum með?
Í Daily Mail 20 apríl 2011. "Tony Blairs government discussed plans with British firms to exploit oil opportunities in post Saddam Iraq five months before joining the invasion of the country.
Secret papers reveal that then international trade minister Baroness Symons told energy firms back in November 2002 that they should be given a share of the countrys huge oil reserves."
Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1378428/Iraq-war-documents-reveal-talks-Government-oil-giants-BP-invasion.htmlBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2011 | 08:01
Rafrænar kosningar um þingmenn og umboð atkvæða
Ég hef áður minnst á þetta á blogginu, en rafrænar kosningar opna fyrir bæði hagkvæmni og skilvirkni þegar kosið er.
http://njallhardarson.blog.is/blog/njallhardarson/entry/1016029
Það er augljóst mál að kjósandinn hefur betri tíma og næði til þess að hugsa sinn gang áður en atkvæðið er gefið þegar rafræn kosning á tölvu kjósanda er notuð.
Gamla aðferðin að standa í biðröð á kjörstað og flýta sér svo að krossa við einhvern flokk er úrelt.
Mörg mál eru vel til þess fallin að kjósa megi um þau á rafrænan hátt og virkja þannig þjóðina í ákvörðunartökunni, enda varða öll mál Alþingis þjóðina.
T.d. mætt skoða umboð atkvæða þar sem sjúkir og aldraðir framselji nánasta ættingja atkvæði sitt þannig að atkvæðið nýtist að fullu, enda má ætla að fjölskyldan hafi hagsmuna að gæta varðandi viðkomandi.
þá er ljóst að kosningar um stjórnmálaflokka í heild sinni eru ólýðræðislegar þegar útkoman er sú að menn ná inn á þing án þess að vera persónulega kosnir, þarna er um að ræða flokka en ekki menn, þ.e.a.s. hagsmunahópa sem sitja svo inni þar til þeir hrökklast út aftur.
Flokksbundnir þingmenn eru ekki alltaf fastir fyrir og fá stundum pólitíska flensu, skipta um flokk, sitja þó áfram á þingi án umboðs þess flokks sem þeir riðu inn á og algerlega án umboðs kjósenda, það er ekki lýðræðislegt að misnota traust kjósenda á þennan hátt.
Lausnin er að kjósa hvern þingmann sérstaklega eins og til dæmis með einmenningskjördæmum, en þá geta kosningar í kjörklefa, á blaði, orðið æði klúðurslegar með langan lista þar sem erfitt er að velja úr takmörkuðum upplýsingum þarna í kjörklefanum. Það væri því upplagt að nýta tæknina og kjósa rafrænt heiman frá, Googla þingmann og skoða málin vel áður en kosið er.
Gamla flokkalúðræðið er úrelt! Opnum nú gluggana og njótum útsýnisins og nýtum okkar Íslenska lýðræði. Kjósum hvern mann í réttan stól. Gefum okkar þingmanni umboð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 10:07
Brown the Clown Yfirmaður AGS :)
Baunateljarinn og Terroristinn "Brown the Clown" verður væntanlega í forsvari fyrir AGS ef all fer sem horfir. Maðurinn sem var ábyrgur fyrir Breska fjármálakerfinu síðustu áratugina, kerfið sem nú er í algerri rúst, þar sem breska þjóðin hefur ekki liðið aðra eins fátækt í 90 ár.
Þetta hlýtur að vera brandari ársins, alla vega er ég alveg að springa af ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 08:55
Norður Afrika í EES
Samkvæmt fréttu á Visi.is er áhugi innan ESB að færa EES landamærin suður á bóginn, erum við þar að ræða um N-Afríku lönd eins og Libýu, Egyptaland og Ísrael.´
Ég hef löngum stutt ESB aðild en ég held þessi frétt komi mér til að hugsa mig um, ég hef persónulega engan áhuga á að vera í potti með löndum eins og Israel eða öðrum löndum handan Miðjarðarhafsins
Ef til vill þegar allt er á botnin hvolft, þá er best að vera utan ESB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2011 | 16:03
ESB aðild Möltu og Afrika
Það eru til sjeni sem segja að aðild að ESB, (öðru nafni Evrópubandalagið) færi Möltu nær Afríku, hvílíkt og algjört bull.
Við Ísland ættum samkvæmt þessu að taka að okkur alla flóttamenn frá Libýu sem vilja koma hingað af því að við styðjum stríðið við Líbýu og Gadda, ekki satt.
Landfræðilega er Malta næsta land í norður í átt að Evrópu frá Líbýu séð.
Annar eins útúrsnúningur er sjaldséður og ekki beint málefnalegur og sýnir að staðreyndir eru ekki aðal leiðarljós Heimsskusýnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njáll Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 771
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar