8.1.2010 | 08:57
22 Þröskuldar
Það virðist vera komin ákveðin tala (22) á þá aðila sem með réttu gætu kallast landráðamenn á íslandi, menn sem hafa unnið þjóðinni stórkostlegt tjón og flutt gríðarlegar og ílla fengnar peningaupphæðir úr landi árum saman, og nú þegar kemur að gjalddögum, þá lesum við um þessa sömu menn fara um allan heim í leit að fjárfestingum fyrir milljarðana sem þeir eru búnir að stela af þjóðinni. Þesum mönnum dettur ekki til hugar að skila þýfinu og leysa þjóðina úr Icesave fjötrunum.
Væri ekki ráð að fylgjast betur með þessum mönnum, það má flá kött á fleiri en einn veg. Í gamla daga voru glæpamenn gerðir útlægir og jafnvel taldir réttdræpir. Ekki ætla ég að ganga svo langt, en ég myndi bregða fæti fyrir þessa landráðamenn ef ég hefði lagalega aðstöðu til.
Það eru þó aðrir sem það geta, tollarar sem dæmi, gætu haft góða afsökun til að hátta þessa gaura, enda er um landráðamenn að ræða. Flugfélagsstarfsmenn ættu ekki að selja þessum aðilum miða nema aðra leiðina, þ.e.a.s. ÚT.
Bankastarfsmenn ættu að tefja greiðslur með öllum löglegum ráðum, starfsfólk verslana að sýna afburða seinagang og svo framvegis.
Okkur vantar vefsíðu þar sem maður getur fylgst með þessum mönnum, með myndum og öðrum upplýsingum.
Ég lýsi hér með eftir raunhæfum og löglegum tillögum
Ég get hýst vef á mínum vefþjóni í USA ef með þarf.
Um bloggið
Njáll Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.