Alþingi Íslendinga svíkur þjóðina og samþykkir að setja í lög nýtt tilboð Breta og Hollendinga

Það er algerlega ljóst að nýtt tilboð frá vinum okkar Bretum og Hollendingum verður á borðinu á allra næstu dögum og samþykkt af ríkisstjórninni sem lög, og fyrri lög felld úr gyldi.

Ólafur Ragnar Grímsson mun ekki eiga þess úrkostar annað en að samþykkja þau lög, enda hefur hann að öðrum kosti farið í beint stríð við sitjandi ríkisstjórn.

Það má halda því fram að forsetinn hafi gefið þjóðinni þann möguleika að kjósa um núverandi lög á þeim forsendum að þau hafi slíkt vægi í framtíð þjóðarinnar að það beinlínis krefjist kosninga um málið.

Ég leyfi mér að efast um að við fáum nýtt tilboð ef það liggi ekki þegar fyrir að núverandi lög verði felld úr gildi og sýnt sé að forsetinn samþykki ný lög í þeim anda.

Þjóðin getur svo risið upp og rýmt alþingi vegna svika þingsins við þjóðina. Áframhald ef svo fer verður heimsviðburður og ný tegund lýðræðis þar sem alþýða verður beintengd ákvörðunartöku þings, enda er það tæknilega auðvelt í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband