IKEA DK tekur 4 vikur að afgreiða einn stól á netinu

Hér í Köben er jólalegt um að litast og menn í hátíðarskapi og það virðist vera að birta í austri.

Búðarráp er dægrastytting sem mig hefur alltaf hryllt við, þá sérstaklega að fara í IKEA þar sem maður er skikkaður í að rölta gegnum alla búðina villist maður inn á annað borð. Þess vegna versla ég helst á netinu, og við einhver mistök, kannski gáleysi, álpaðist til að kaupa skrifstofustól sem mér leist nokkuð vel á við fyrstu sýn.

Ekki var Adam lengi í Paradýs, því þrátt fyrir að IKEA.dk hafi rukkað svimandi upphæð fyrir fragt (350.00 DKK) frá Taastrup til Vallensbæk (ca. 3 KM) þá var bið á að stóllin léti sjá sig, ég var ekki viss um hvort Leigubíllinn tíndist á leiðinni eða hvort það var svona mikið að gera hjá þeim þarna í IKEA, en viti menn, þegar ég svo hringdi 9 dögum seinna, þá var mér tjáð að bíllinn hafði komið við, en enginn heima til að taka á mót vörunni, þetta þótti mér slæmar fréttir, þá sérstaklega þar sem ég var að elda mat á þeim tíma, ekki fjarrænt, heldur í eigin persónu heima hjá mér. Það kemur svo í ljós að bíllinn kom frá Svíþjóð, þ.e.a.s. varan sem ég keypti í næsta vöruhúsi IKEA kom frá Svíþjóð. AUÐVITAÐ, IKEA er Sænskt er það ekki annars? Allar vörurnar þeirra koma frá Svíþjóð.

Nú, ég sagði þeim að þetta væri ekki nógu gott, hvort þeir vildu ekki vinsamlegast cancellera þessari pöntun þar sem ég hefði séð mig um hönd, enda langt um liðið. Það var ók.

Nú 21 degi seinna sé ég að IKEA hefur tekið peninga af reikningnum mínum!

Nú skulu þeir fá að heyra það, altso, enginn stóll, enginn peningur, Basta!

Nei það gat ekki gengið, þeir höfðu reynt að koma þessari sendingu til skila í tvígang, sett miða í póstkassann og ég hafði ekki boðið það við að hringja og semja um annan afhendingardag.

Niðurlagið varð þó það að  IKEA lofar að endurgreiða, en ekki fyrr en einhvertímann á nýju ári.

Ég dauðsé eftir því að hafa látið glepjast til að versla við þá á netinu, ég treysti því þegar maður kaupir í netverslun að það sé til þess að maður fái vöruna fljótt og vel og að hún sé helst aðeins ódýrari við það, en NEI ekki hjá IKEA, Þar borgar maður fyrir TAXA frá Svíþjóð. Ég þakka bara fyrir að IKEA ekki er Kínverskt ha..

Aldrei aftur IKEA...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband