Húsfélagastjórnir og framkvæmdir

Ég vil vekja athygli á því að þegar betur er að gáð þá hefur fólk sem býr í fjölbýli, takmarkaða möguleika á samskiptum sín á milli, til annars en að kinka kolli og í besta falli bjóða góðan dag.

Það vantar einfaldlega úrræði til nútímasamskipta innan húsfélaga!

Það er deginum ljósara að fólk sem býr í fjölbýli hefur nánast engin samskipti við aðra, aðallega vegna þess að það vantar úrræði sem býður uppá að maður geti haft samband án þess að beinlínis banka uppá eða að bíða færis

Með tilkomu Internetsins hafa opnast nýir möguleikar sem birtast í heimasíðum húsfélaga sem þjóna hlutverki upplýsingamiðlunar á vegum hússtjórnar, þannig heldur maður meðlimum hússfélags upplýstum, en gefur þeim ekki færi á að nýta sér samskiptamöguleikana sem felast í góðri heimasíðu

Og maður spyr sig þá, hvers vegna hússtjórnir vilja ekki hafa að íbúar rabbi saman á samskiptasíðum sem eru tileinkaðar viðkomandi hússfélagi.

Nú er það svo að komið er á markaðinn slíkt úrræði sem heitir Domus Info samskiptakerfið, en það finnst á http://www.domusinfo.is

Kerfið er tileinkað viðkomandi húsfélagi og getur auðveldlega verið heimasíða. Kerfið gefur íbúum möguleika á að setja upp auglýsingu eftir t.d. barnapíu, hjálp við innkaup og fl. eða senda nágrannanum tóninn ef með þarf, og ekki gleyma því að hægt er að ræða hússtjórnarmál sem einhverra hluta vegna fást ekki rædd á húsfundum. Kerfið er ókeypis og allir geta verið með.

Mér þætti vænt um að heyra hvað öðrum finnst um þetta má, og vona að Domus tengi fólk saman og bæti lífsgæði þeirra sem búa í fjölbýli

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njáll Harðarson

Höfundur

Njáll Harðarson
Njáll Harðarson

Hver er sinnar gæfu smiður

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bannerlogosmalldropshadow

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband