Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2011 | 09:21
Atvinnuleysi útlendinga vs. íslendinga
Nú mælist atvinnuleysið mest hjá erlendum ríkisborgurum hér á landi (13,5%), fólk sem ekki hefur að neinu að hverfa í heimalandi sínu og kýs að þreyja þorrann hér fremur en að fá ekki neitt heima hjá sér.
Spurningin er hvort ekki væri vænlegra að aðstoða þetta fólk með flutning til síns heima og veita því síðan aðstoð þar í einhvern tíma, til dæmis eitt ár. Þannig skapaðist möguleiki fyrir fólk að flytja aftur heim og freista þess að finna viðurværi í heimalandi sínu, en vera samt sem áður á bótum frá íslandi í eitt ár á meðan.
Það myndi síðan draga úr þrýstingi á íslenska atvinnumarkaðinn og flýta fyrir því að íslendingar kæmust í vinnu og þá lækkaði þrýstingurinn á sósíal kerfið samhliða. En atvinnuleysi íslendinga einvörðungu mælist ca. 6% um þessar mundir.
Hér er gullið tækifæri til þess að hraða uppbyggingu vinnumarkaðarins, látum það ekki renna okkur út greipum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún varaði ekki lengi endurreisn bankakerfisins, bankarnir sýna sitt rétta fés. Græðgi bankaráðsmanna virðist vera stjórnlaus, það hefur engin lært neitt af hruninu, bara beðið álengdar með krumluna. Bankar eru jú byggðir á þeim grunni að lána út fé sem þeir eiga ekki og er ekki til í allflestum tilvikum, nema á pappír.
Hvenær læra menn að bankarnir eru bara verkfæri auðvaldsins, hættið að setja féð í bankana, geymið það heldur heima, enda fáið þið enga vexti og greiðið þjónustugjöld fyrir að nálgast eigið fé.
Það var spurt hér áður, Eru margir heiðarlegir á íslandi? ég ítreka og auglýsi eftir slíkum tilnefningum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2011 | 21:33
Birgitta viðrar nærbuxurnar
Auðvitað er það glæpsamlegt að segja hug sinn, sérstaklega ef það þóknast ekki Bandaríkjamönnum, algjörleg vitfirska.
Það algerlega barnalegt að halda að Bandaríkjamenn fylgist ekki með því sem sagt er á Facebook og Twitter og öðrum kjaftasíðum, ásamt MSN og Hotmail.
Hey, ég er að fara út núna, var á klósettinu rétt áðan, held ég sé með magapínu, einhver maður var að horfa á mig bla bla bla...
Auðvitað hafa Bandaríkin áhuga á að vita hvort Birna sé ok.
Hér eru góð ráð.. losið ykkur við FaceBook og Twitter og hættið að blogga, þetta er allt loggað og þegar þeir ná ykkur þá verður þetta allt notað gegn ykkur, þið eruð öll sek ef USA heldur að þið séuð til vandræða
Ég tek stóra áhættu þegar ég lauma þessu í ykkur, USA er alsráðandi, þ.e.a.s þangað til þeir fara algerlega á hausinn, sem er nánast öruggt.
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2011 | 21:36
HS ORKA og 30+ Milljarðar
ORKA Islendinga i eigu útlendinga?
En gaman, fæðingarréttur okkar er alltaf til sölu þegar business er annars vegar, getum við íslendingar, þ.e.a.s þeir sem eru íslendingar í húð og hár, ekki spornað við þessu?
Hvaða íslendingar eru það sem svíkja Ísland?
http://visir.is/krafa-50-thusund-islendinga-gaeti-kostad-yfir-30-milljarda/article/2011103733882
Magma Energy er nú langstærsti hluthafi HS orku með 98,53%
Tæplega 50 þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja ríkinu eignarhald á orkuauðlindum landsins. Ef ríkið tekur HS Orku eignarnámi má telja að greiða þurfi Magma 33 milljarða í bætur.
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2010 | 15:16
IKEA DK tekur 4 vikur að afgreiða einn stól á netinu
Hér í Köben er jólalegt um að litast og menn í hátíðarskapi og það virðist vera að birta í austri.
Búðarráp er dægrastytting sem mig hefur alltaf hryllt við, þá sérstaklega að fara í IKEA þar sem maður er skikkaður í að rölta gegnum alla búðina villist maður inn á annað borð. Þess vegna versla ég helst á netinu, og við einhver mistök, kannski gáleysi, álpaðist til að kaupa skrifstofustól sem mér leist nokkuð vel á við fyrstu sýn.
Ekki var Adam lengi í Paradýs, því þrátt fyrir að IKEA.dk hafi rukkað svimandi upphæð fyrir fragt (350.00 DKK) frá Taastrup til Vallensbæk (ca. 3 KM) þá var bið á að stóllin léti sjá sig, ég var ekki viss um hvort Leigubíllinn tíndist á leiðinni eða hvort það var svona mikið að gera hjá þeim þarna í IKEA, en viti menn, þegar ég svo hringdi 9 dögum seinna, þá var mér tjáð að bíllinn hafði komið við, en enginn heima til að taka á mót vörunni, þetta þótti mér slæmar fréttir, þá sérstaklega þar sem ég var að elda mat á þeim tíma, ekki fjarrænt, heldur í eigin persónu heima hjá mér. Það kemur svo í ljós að bíllinn kom frá Svíþjóð, þ.e.a.s. varan sem ég keypti í næsta vöruhúsi IKEA kom frá Svíþjóð. AUÐVITAÐ, IKEA er Sænskt er það ekki annars? Allar vörurnar þeirra koma frá Svíþjóð.
Nú, ég sagði þeim að þetta væri ekki nógu gott, hvort þeir vildu ekki vinsamlegast cancellera þessari pöntun þar sem ég hefði séð mig um hönd, enda langt um liðið. Það var ók.
Nú 21 degi seinna sé ég að IKEA hefur tekið peninga af reikningnum mínum!
Nú skulu þeir fá að heyra það, altso, enginn stóll, enginn peningur, Basta!
Nei það gat ekki gengið, þeir höfðu reynt að koma þessari sendingu til skila í tvígang, sett miða í póstkassann og ég hafði ekki boðið það við að hringja og semja um annan afhendingardag.
Niðurlagið varð þó það að IKEA lofar að endurgreiða, en ekki fyrr en einhvertímann á nýju ári.
Ég dauðsé eftir því að hafa látið glepjast til að versla við þá á netinu, ég treysti því þegar maður kaupir í netverslun að það sé til þess að maður fái vöruna fljótt og vel og að hún sé helst aðeins ódýrari við það, en NEI ekki hjá IKEA, Þar borgar maður fyrir TAXA frá Svíþjóð. Ég þakka bara fyrir að IKEA ekki er Kínverskt ha..
Aldrei aftur IKEA...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 08:31
Bankarnir afskrifa milljarði til fyrirtækja en ekki einstaklinga
Landsbankinn ætlar að afskrifa lánin til þeirra fyrirtækja sem ekki geta greitt, þetta eru góð viðskipti enda ef fyrirtækin færu á hausinn þá væri ekkert fyrirtæki til að taka fleiri lán og greiða þá vexti sem bankinn lifir á.
Mig langar að vita hvort fyrirtækjaeigendur og stjórnendur fari á SVARTA LISTANN vegna þessa, eða hvort þeir fái afslátt þar líka?
Það er auðvitað ekki sama Jón og Séra Jón
Fólk á ekki að geyma fé sitt í banka, enda er bankinn ekki vinur, heldur blóðsuga sem bíður færis, enda færðu ekki lán nema þú hafir næga tryggingu eða rekur fyrirtæki sem getur greitt vexti, lán eru óháð greiðslugetu og bankinn hefur möguleika á að yfirtaka eignirnar
- Takið aldrei lán til annars en íbúðarkaupa
- Klippið kredit kortin, prufið að skoða hve mikla vexti þið greiðið á ári af kortunum
- Notið aðeins Debet Kort - þessi sem menn geta notað við net kaup (upphleyptir stafir)
- Skiljið aldrei neina peninga eftir á bankareikningum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 07:26
SELJA ÍBÚÐIR LANDSMANNA ERLENDUM FJÁRFESTUM
Það er smá saman að koma í ljós að nú þegar fjölskyldur landsins eru að tapa eignarhaldi á íbúðum sínum, þá eru bankarnir farnir að hreyfa við því að taka þessar íbúðir og setja saman í poka sem síðan verður seldur fjárfestum sem útleigudæmi. Þannig tapa bankarnir ekki peningunum og úrræði til bjargar fjölskyldum ekki nauðsynlegar, að öðru leiti en að veita þeim aðstoð eins og hverjum öðrum sem kominn er á bæinn.
Þetta hljómar eins og lélegur brandari.
Er það nokkur furða að fólk treystir ekki bönkunum lengur. Bankar og stjórnmálamenn, fy for Satan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverskonar skrif eru þetta á Vísir.is
Andri Snær Njarðarson eltir óboðinn kött um íbúðina og misþyrmir og ærir köttinn með knattspyrnu-lúðri sem allir mennskir menn hata, síðan fer hann á slysadeild til að fá sannanir fyrir því að kötturinn hafi bitið sig í sjálfsvörn og svo vill hann gjarnan fá skaðabætur.
Hvar eru dýravendurnarsamtökin og kattavinafélagið, svona menn á að setja á gapastokk, að nýðast á saklausum dýrum og gorta svo af því í fjölmiðlum, (afsakið Vísi)
Fyrir allmörgum árum var forsíðufrétt í DV að maður hafði fengið brennistein af eldpýtu í augað, wow! En að þufa að fara á slysadeild sársvangur er forsíðufrétt Vísis, er Andir aðaleigandi eða kannsk bara einn af þessum með silfurskeyð í munninum?
Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega, ég á ekki til eitt einasta orð, (nema þessi) kannski er þetta April gabb? Halló er einhver heima nokk nokk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2010 | 16:34
Kominn tími til þess að láta Nato og IMF róa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 10:31
Fjölskylduhjálpin í neyð!
Við íslendingar verðum að hjálpa þeim sem ekki hafa mat, hvort sem þeir eru Íslendingar eða ekki, svo lengi sem menn hafa búseturéttindi á Íslandi, þá erum við ábyrg fyrir þeim. Fjölskylduhjálpinni er þröngvað upp að vegg og er nú farin að hlutast til um hver sveltur. Það er ekki boðlegt hlutskipti hjálparstofnunar. Það sýnir að við Íslendingar í græðgisfullnægingu höfum brugðist grunn hlutverki okkar þjóðfélags að vernda þá sem eru minni máttar í þjóðfélaginu.
Fjölskylduhjálpin er komin upp að vegg og þarf að aflima fólk vegna skorts á gögnum. Hljómar eins og Haiti ekki satt. Betur má ef duga skal, það má ekki spyrjast út að við íslendingar mismunum fólki efti því hve duglegt það er að bjarga sér, fólk sem er af öðru bergi brotið og hefur verið tekið undir okkar væng, og er vant hremmingum sem slíkum, á ekki að þurfa að upplifa þær í skjóli Íslands. Stöndum nú saman og gefum Fjölskylduhjálpinni mat og klæði og sýnum stjórnvöldum fingurinn. Við sannir íslendingar getum ekki látið þetta ske.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njáll Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 771
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar